Fyrirliði Íslands, Hlynur Bæringsson, gerði gott betur en að komast yfir 100 leikja múrinn í þessari undankeppni EuroBasket 2017. Við sögðum frá því um daginn að hann hefði verið valinn í lið umferðarinnar eftir seinni sigurleikinn gegn Kýpur. Nú hafa öll lið lokið keppni og þar af leiðandi er tölfræði mótsins komin á hreint, þar sem að hann var (af yfir 300 leikmönnum) sá þriðji frákastahæsti, áttundi framlagshæsti að meðaltali í leik og með fimmtu bestu skotnýtinguna.

 

Hlynur tók 49 fráköst í heildina, eða 8.2 að meðaltali í leik. Aðeins Joao Gomes (Portúgal/Aquila Basket) og Jusuf Nurkic (Bosnía og Hersegóvína / Denver Nuggets) tóku fleiri fráköst á mótinu.

 

Framlag eru stig sem eru reiknuð saman úr allri annarri tölfræði og var Hlynur með 18.7 svoleiðis punkta að meðaltali í leik, en fyrir þessa síðustu umferð var hann sá þriðji í þessum flokk. Engir aukvissar voru það þó sem komust uppfyrir hann eftir leiki helgarinnar. Helsta mætti nefna Goran Dragic (Sóveníu/Miami Heat), Zaza Pachulia (Georgíu/Golden State Warriors) og Jusuf Nurkic (Bosnía og Hersegóvína / Denver Nuggets)

 

Hlynur tók jafn mörg skot og hann tók fráköst í þessari undankeppni, eða 49. Af þeim náði hann að skora úr 28. Sem gefur honum 57.1% skotnýtingu eða þá fimmtu bestu á mótinu. Bestu skotnýtingu allra var Gaspar Vidmar (Slóvenía/Banvit) með, en hann skaut 68% í keppninni.

 

Merkilegt hlýtur þá einnig að teljast að Hlynur lék þriðju flestar mínútur allra. Í heildina 203 mínútur í leikjunum 6, eða 33.6 að meðaltali í leik. Aðeins Dardan Berisha (Kosóvó/Sigal Prishtina) og Joao Gomes (Portúgal/Aquila Basket) léku fleiri. Þá sérstaklega er það kannski merkilegt í ljósi þess að Hlynur er sá þriðji elsti í íslenska liðinu á eftir þeim Loga Gunnarssyni (20.9 mínútur í leik) og Jóni Arnóri Stefánssyni (27 mínútur í leik)

 

Hérna er meira af tölfræði úr undankeppninni