Nýjasti leikmaður 100 leikja klúbbs karlaliðs Íslands, fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, þakkaði fyrir gullúrið sem honum var afhent fyrir leikinn gegn Kýpur í gærkvöld með hreint magnaðri frammistöðu. 18 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolti á þeim tæpu 28 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

Frammistaða sem kom honum í úrvalslið umferðarinnar, en þar er hann með ekki ómerkari mönnum heldur en Goran Dragic (Slóveníu), Retin Obasohan (Belgíu), Milalem Halilhovic (Bosnía & Hersegóvínu) og Tornike Shengelia (Georgíu)

 

Einnig er vert að nefna það að í keppninni í heild sinni (af rúmlega 300 leikmönnum) er Hlynur sá þriðji framlags, annar frákasta og níundi stoðsendingahæsti að meðaltali í leik.

 

Hérna er meira um tölfræði keppninnar.