Undankeppni Eurobasket er nú hálfnuð og við hæfi að skoða samansafnaða tölfræði mótsins og íslenska liðsins.

Haukur Helgi Pálsson er í tíunda sæti yfir þá sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik eða 17,3 stig.

Það fer mikið fyrir landsliðsfyrirliðanum Hlyn Bæringssyni á þessum listum en einungis tveir hafa tekið fleiri fráköst en hann í keppninni en hann hefur tekið 25. Einnig er hann í fimmta sæti yfir stoðsendingahæstu leikmennina og sker sig þar úr fyrir að spila sem miðherji. 

Að lokum er Hlynur með áttundu bestu skotnýtinguna á mótinu.

 

Haukur Helgi Pálsson er stigahæstur íslendinga en á eftir honum koma þeir Martin Hermannsson og Hlynur Bæringsson með 13,3 stig.

 

Kristófer Acox hefur tekið flest sóknarfráköst eða tvo að meðaltali í leik en eins og fyrr segir er Hlynur frákastahæstur með 8,3 fráköst að meðaltali í leik.