Á heimasíðu DV í dag er að finna opinskátt viðtal við landsliðsfyrirliða okkar Hlyn Bæringsson þar sem farið er yfir víðan völl. Hlynur talar þar um uppvaxtarár sín, föður missir og eftirsjá að hafa ekki farið í atvinnumennsku 19 ára þegar honum bauðst að fara til Spánar.  Enn fremur talar Hlynur um ár sín í atvinnumennsku, hvernig hann  hafði líkast til getað náð miklu lengra í íþróttinni og fjölskyldulíf sitt.  Hægt er að skoða viðtalið hér.