Helgi Jónas Guðfinnsson fyrrum bakvörður Grindavíkur og íslenska landsliðsins og síðar þjálfari hefur nú gefið út sína aðra bók. "Já það er frekar skrítið hvernig þetta æxlaðist út í bók. Ég var ekkert á leiðinni að skrifa bók. Ég var að vinna í ákveðnum málum sem svo endaði svona." sagði Helgi Jónas í stutti samtali við Karfan.is

 

Að sögn Helga er bókin ætluð þjálfurum en einnig þeim sem hafa almennan áhuga á heilsurækt í einhverju formi. "Þetta er þannig séð mín önnur bók en ég var meðhöfundur á þeirri fyrstu. Ég er alltaf með járn í eldinum og það er fleira í vinnslu og aldrei að vita að það verði fleiri bækur." sagði Helgi enn fremur. 

 

Bókinn heitir Litle lessons og HIIT og er hægt að nálgast hana á Amazon