Grindavík samdi nýlega við 5 leikmenn fyrir komandi tímabil í Dominos deildum karla og kvenna. Fjórir leikmannanna eru karlamegin og eru þeir uppaldir í Grindavík. Það eru þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason. Kvennamegin sömdu þeir við fyrrum leikmann Keflavíkur, Lovísu Falsdóttur, en hún hafði síðastliðið árið verið í fríi frá körfubolta.

 

Fréttatilkynning: