Einu sinni sem oftar var leitað til Finns Freys Stefánssonar aðstoðarþjálfara Íslands til að tékka á stöðunni á landsliðinu fyrir leikinn gegn Belgíu á miðvikudaginn.

 

„Mér lýst prýðilega á þetta. Flott höll sem við spilum í og góð stemmning í hópnum. Maður finnur að maður er aðeins nær heimalandinu og menningin nær því sem maður er vanur.

 

Ísland hafði sigur á Kýpur fyrir nokkrum dögum í Kýpur, kom liðið til Belgíu á sunnudag og var fyrsta æfing í gær.

 

„Erfitt að meta menn á æfingum þegar er svona stutt á milli leikja. Það eru mismunandi hlutir sem þeir hafa þörf á, sumir vilja hreyfa sig svolítið aðrir vilja halda sig til baka. Sumir taka á því og aðrir passa uppá sig. Þegar maður talar við þá er bara spenna og menn eru klárir.“

 

Belgía er fyrirfram talið sterkasta liðið í riðlinum og tapaði Ísland með nærri 50 stigum fyrir þeim fyrir ári síðan.

 

„Auðveldara að motivera þegar menn hafa allt að vinna. Fundum það aðeins á móti Kýpur að þegar við vorum að sýna þeim myndböndin þá upplifðu menn það að þeir ættu að vinna það lið. Belgía pakkaði okkur saman á æfingamóti fyrir ári síðan og þess vegna er vilji og þor til að fara og ná góðum úrslitum gegn þeim núna.“

 

„ Þetta er alls ekki óvinnandi vegur. Þeir eru með góða, hraða leikmenn í bakvarðarstöðunum og stóru strákarnir geta skotið en eru ekki svo hreyfanlegir.

 

„Það er hægt að finna lausnir, bakverðirnir eru þannig að þeir geta átt góða skotleiki en líka verið ískaldir. Við sjáum ákveðin tækifæri hér og þar.  Nú þurfum við að koma góðu leikplani til strákana og vonandi framkvæmum við það vel á miðvikudaginn.“

 

Leikurinn fer fram í Lottó höllinni í Antwerpen klukkan 18:00 að íslenskum tíma og er í beinni á Rúv 2.