Stutt er í að leikar hefjist þetta tímabilið í Dominos deild karla. Deildin mun hefjast þann 6. næstkomandi með fjórum leikjum áður en að fyrsta umferðin svo klárast daginn eftir með tveimur leikjum. Vefsíðan Fúsíjama TV gaf út styrkleikalista fyrst nú í ágúst sem var svo uppfærður nú fyrir helgina.

 

Áhugaverðar pælingar eru þar reifaðar varðandi getu liða í upphafi móts. Kannski það áhugaverðasta er að Stjarnan sé nú orðin sterkasta lið landsins, að nýliðar Þórs frá Akureyri fari beint í fimmta sætið og að eins og staðan sé í dag sé Grindavík ekki eitt af átta bestu liðum landsins.

 

 

Styrkleikalisti Fúsíjama Tv – September 2016:

1. Stjarnan

2. KR

3. Tindastóll

4. Þór frá Þorlákshöfn

5. Þór Akureyri

6. Haukar

7. Keflavík

8. Njarðvík

9. Grindavík

10. ÍR

11. Skallagrímur

12. Snæfell

 

Mótið er ekki byrjað enn og því á næstum allt enn eftir að koma í ljós. Engu að síður er áhugavert að lesa þetta og velta fyrir sér hvernig breyttir leikmannahópar, aðstæður og fleira í þeim dúr hafi áhrif á hvaða lið muni standa uppi sem sigurvegari næsta tímabils.

 

Hérna er styrkleikalistinn í heild sinni með útskýringum.