Daði Lár Jónsson hefur ákveðið að leika með Keflavík á næsta tímabili. Þar lék hann seinni hluta síðasta tímabils en hafði samið aftur við uppeldisfélag sitt Stjörnuna í júní. Skjótt skipast veður í lofti og Daði hefur snúið aftur til Keflavíkur.

 

Daði lék um fimm mínútur í leik hjá Keflavík á síðasta tímabili og skilaði 1,8 stigi að meðaltali. Keflavík hefur þó misst Val Valsson til bandaríkjanna og því opnast möguleikar fyrir Daða.

 

Sterkur varnarleikur hefur verið hans aðalsmerki og mun reynast Keflavík mikill styrkur. Fyrir áramót lé hann 7 leiki fyrir Stjörnuna og skorað í þeim 3.3 stig, tekið 3 fráköst og sent 1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

 

„Ég var ekki að passa inn í leikskipulagið hjá Stjörnunni.“ sagði Daði Lár í samtali við Karfan.is.

 

„Mér leið vel hjá Keflavík í fyrra og mér fannst það hafa verið fljótfærni að skipta í byrjun sumars, ég hefði aldrei átt að fara frá Keflavík.“