Þann 8.- 9. október verður Cheeriosmótið haldið í DHL-höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta er þriðja árið í röð sem þetta skemmtilega mótið er haldið og er það ætlað stelpum og strákum, 10 ára (2006) og yngri.  Leikið er 2×10 mínútur og hjá 7 ára krökkum og yngri eru þrír inn á í einu.

Skráning fer fram í gegnum netfangið cheeriosmot@gmail.com og lýkur skráningu á mánudaginn kemur (3. október).