22. nóvember n.k. geta Eurobasket-þyrstir stuðningsmenn Íslands byrjað að bóka ferð sína á þann riðil sem Ísland kemur til með að spila sem hefst svo 31. ágúst 2017.  Þjóðirnar sem halda keppnina að þessu sinni eru Finnland þar sem keppnin mun fara fram í Helsinki í 14.000 manna höll þeirra sem heitir Hartwall Arena.  Í Rúmeníu nánar tiltekið Cluj-Napoca fer einn riðillinn fram í Polyvalent Hall sem tekur rúmlega 7000 manns í sæti.  Hinir tveir riðlarnir eru syðra, annars vegar í Tel Aviv í Ísrael í Menora Mivtachim Arena sem tekur 11.000 manns og svo í Istanbul Tyrklandi í Abdi ?pekçi Arena en sú höll rúmar rúmlega 12.000 manns. 

 

Væntanlega eiga allir sína draumastaði og auðveldast fyrir okkur hér á Íslandi væri að hendast uppí vél Icelandair til Helsinki. En sem fyrr segir þá er það 11. nóvember sem dregið verður og þess má geta að öll liðin sem voru með Íslandi í riðli í Berlín hafa nú þegar tryggt sér þáttökurétt á Eurobasket 2017. 

 

Þau lið sem tryggt hafa sér þáttökurétt eru að sjálfsögðu gestgjafaþjóðirnar fjórar og svo eftirfarandi þjóðir: 

 

Ísland, Spánn, Ítalía, Serbía, Belgía, Frakkland, Litháen, Grikkland, Tékkland, Lettland, Króatía, Rússland, Ungverjaland, Slóvenía, Svartfjallaland, Þýskaland, Pólland, Úkranía ,Georgía og Bretar.