Berglind Gunnarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við Snæfell. Berglind sem er einnig í A-landsliði kvenna stundar læknisfræðinám og stundar körfu með Snæfell ætlar sér að leika áfram með Íslands- og bikarmeisturum Snæfells á næstu leiktíð.

Berglind skoraði 8.9 stig að meðaltali og tók auk þess 4.9 fráköst að meðaltali í leik.