Ægir Þór Steinarsson leikmaður Íslands var nokkuð brattur rétt eftir æfingu landsliðsins sem lauk fyrir stundu.

 

 

„Þetta var æfing þar sem við þurfum að koma ferðalaginu úr okkur. Það var kannski ekki mikill hraði en gott að kynnast umhverfinu og körfunum.“ sagði Ægir

 

„Það verður svaka stemmning hérna. Þurfum að fylgja eftir síðasta leik gegn Sviss.“

 

„Kýpur eru góðir. Við verðum að veraharðir og koma þeim úr því sem þeir vilja gera. Við höfum ákveðinn hraða sem við þurfum að nota. Verðum að framkvæma sókn og vörn vel til að vinna.“

 

Viðtalið við Ægi í heild má sjá hér að neðan: