Ægir Þór Steinarsson leikmaður Íslands var heldur svekktur eftir leiðilegt tap gegn Belgíu í kvöld. Ægir átti góða innkomu af bekknum en það dugði ekki í belgar höfði 80-65 sigur.

 

„Virkilega leiðilegt tap. Fyrri hálfleikur var mjög flottur, við náðum að svara þeim mjög vel. Náðum að leysa þeirra varnir að skipta á öllu.“ sagði Ægir og bætti við:

„Í seinni hálfleik náum við ekki flæði sóknarlega og náum að „grinda“ í vörninni ágætlega en missum þá svo aftur fyrir okkur eða í opin skot. Svo hittum við illa í seinni hálfleik,“

 

„Byrjuðum vel í seinni hálfleik og við það leit út fyrir að vélin héldi áfram en svo náðu þeir að loka vel á okkar skot, við hittum illa. Hefðum við hitt betur og verið skarpari sóknarlega  og varnarlega þá hefðum við átt möguleika. “

 

„Við getum alveg unnið þetta lið og við ætlum að vinna þá. Eigum leik gegn þeim í síðasta leik riðilsins og við ætlum að vinna þá þar.“

 

„Þetta var alltof stórt tap. Það er ekkert við því að gera. Nú eigum við þrjá leiki til 17. september og við ætlum við vinna þá alla.“