Íslenska kvenna landsliðið tapaði í gær í öðrum æfingaleik sínum gegn Írum með 21 stigi, 93:72.  Stúlkurnar leiddu í hálfleik með 4 stigum en fyrri leik liðana lauk með 5 stiga íslenskum sigri.  Ekki var tekin tölfræði úr þessum seinni leik liðana en hinsvegar var Bryndís Gunnlaugsdóttir fararstjóri liðsins með allt á hreinu og sendi á okkur smá tölfræði.  Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum og henni næst var Gunnhildur Gunnarsdóttir með 13 stig.