Lið Valencia á Spáni sem Jón Arnór Stefánsson spilaði með í vetur hafa áhuga á því að fá Tryggva Snæ Hlinason liðsmann Þórs á Akureyri til sín fyrir komandi tímabil. Þetta staðfestu heimildir Karfan.is nú rétt í þessu.  Tryggvi Snær sem er miðherji spilaði lykilhlutverk þegar U-20 landsliðið náði þeim frábæra árangri að komast úr B-deild í Grikklandi nú í júlí og er það líkast til sú frammistaða hans sem setur hann í þau spor að stórlið á meginlandinu eru risin á tærnar og vilja kappann. 

 

Þessi 214cm hái miðherji frá Svartárkoti í Bárðardal og hefur sagt það opinberlega að í framtíðarplönum hans sé að fara til Bandaríkjanna í háskóla eftir að skólagöngu hans lýkur í VMA. Mögulega gætu þessi má flækt þau framtíðarplön hans en fróðlegt verður að fylgjast með hvað verður um pilt.  Sama hvað verður þá hefur drengurinn fín spil á hendi en þarf augljóslega að ákveða hvað skal leggja á borðið.