8 liða úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó fóru fram í gær. Fátt sem kom á óvart í því að Ástralía, Spánn, Bandaríkin og Serbía kæmust áfram í undanúrslitin. Kannski helst var það hvað sumir sigranna voru öruggir, en leikur Serbíu og Króatíu var sá eini sem jafn og spennandi fram á síðustu mínúturnar.

 

Ástralía 90 – 64 Litháen

Spánn 92 – 67 Frakkland

Bandaríkin 105 – 78 Argentína

Króatía 83 – 86 Serbía

 

Undanúrslitin fara fram á morgun og munu liðin sem mætast því vera (staða á heimslista er í sviga):

 

Spánn (2) gegn Bandaríkjunum (1) kl. 18:30

Ástralía (11) gegn Serbíu (6) kl. 22:00

 

Báðir eru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði hér.