Íslenska U18 ára karlalandsliðið mætir Englandi á morgun í B-deild Evrópukeppninnar en liðin eru að leika um sæti 9-16 á mótinu. Það lið sem vinnur á morgun leikur um 9.-12. sæti en tapliðið leikur um 13.-16. sætið. Leikurinn hefst kl. 21:00 að staðartíma í Skopje í Makedóníu eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.

Ísland missti naumlega af því að leika um sæti 1-8 á mótinu eftir þriggja liða innbyrðisstöðu gegn Danmörku og Eistlandi þar sem Eistar komu best út af þessum þremur liðum. Íslenska liðið missti eins og kunnugt er sterkan liðsmann í leiknum gegn Hollendingum þegar Adam Eiður Ásgeirsson handarbrotnaði.

Hér má nálgast tölfræði liðsins á mótinu

Mynd/ Bára Dröfn – Frá NM í Finnlandi en Adam Eiður er handarbrotinn og er því ekki með gegn Englendingum á morgun.