Pat Ryan þjálfari Borås Basket hefur gert Jakob Sigurðarson að fyrirliða liðsins fyrir næsta tímabil.

 

Jakob kom til liðsins fyrir ári en þjálfarinn er gríðarlega ánægður með hann og hans framlag. Kona hans deildi frétt um málið á Facebook síðu sinni í dag. Þarf segir þjálfarinn orðrétt:

 

„Ég hef valið Jakob sem fyrirliða. Þvílíkur atvinnumaður og þvílík manneskja. Að æfa svona mikið er magnað af manni af hans aldri.“

 

Jakob sem er 33 ára lagði landsliðsskónna á hilluna fyrir tímabilið til að einbeita sér að félagsliði sínu. Hann hefur spilað lengi í Svíþjóð og á að baki langan atvinnumannaferil. Hann mun spila með liðinu áfram og miðað við þjálfara sinn á hann nóg eftir.