Undir 16 ára lið drengja tapaði fyrr í dag fyrir Tékklandi, 62-85, á Evrópumótinu í Búlgaríu. Leikurinn var sá síðasti hjá liðinu í riðlakeppni þessa árs, en þar endaði liðið í 6. sæti.

 

Eins og áður hefur verið tekið fram þá hafa mikil veikindi herjað á liðið á mótinu og einhverjir leikmenn að spila þrátt fyrir að vera ekki upp á sitt besta. Fyrst var það Arnór Sveinsson sem varð veikur, sem og núna síðast Sigvaldi Eggertsson, en hann gat ekkert tekið þátt í síðustu tveimur leikjum. Sem var að sjálfsögðu ekki nógu gott fyrir íslenska liðið, en hann er annar stigahæsti leikmaður mótsins í heild (að meðaltali) Þá fékk Hafsteinn Guðnason einnig heilahristing í leiknum gegn Búlgaríu og því ekki tekin nein áhætta með að láta hann spila þessa síðustu tvo leiki. Að sögn þjálfara eru strákarnir þó einkar duglegir við að harka þetta alltsaman af sér og ku vera mikil eining í hópnum þar sem að maður komi í manns stað við þessar erfiðu aðstæður.

 

Ísland byrjaði leikinn í dag ekki nógu vel. Voru 7 stigum (17-24) undir eftir fyrsta leikhluta og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munur Tékklands kominn í 23 stig (26-49) Í seinni hálfleiknum reyndu þeir þó hvað þeir gátu til þess að klóra í bakkann. Voru þó 21 stigi undir eftir 3. leikhluta (42-63) Fór svo að lokum að þeir töpuðu leiknum með 19 stigum, 62-85.

 

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmar Henningsson, en hann skoraði 18 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum.

 

Næst leikur liðið á fimmtudaginn gegn Noregi í umspili um sæti 17-24.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið