Undirritaður stóð með tár á hvarmi og þakklátur en langt frá því að vera hissa á þeirri stórkostlegu mætingu í gærkvöldi þegar "Stay´n Alive" styrktarkvöld var haldið.  Pétur Pétursson Osteopati sem hefur snert svo marga bæði líkamlega og andlega var vel og innilega hylltur þegar kappinn mæti á svæðið í gærkvöldi.   Andrúmsloftið í TM-Höllinni í Keflavík var einstakt að öllu leyti og í anda þess manns sem Pétur hefur að geyma. 

 

"Svona á samfélagið að virka" heyrði undirritaður á leið sinni út úr íþróttahúsinu í gærkvöldi og þar féllu orð að sönnu.  Ekki hefur fengist staðfest hversu mikið safnaðist fyrir fjölskyldu Péturs í gær en líkast til hefur það verið á aðra milljón.  Karfan.is þakkar fyrir sig og hyllir þá sem stóðu fyrir kvöldinu og alla þá sem gáfu vinnu sína í þágu málefnisins.  

 

Fyrir þá sem sáu sér ekki fært um að mæta í gærkvöldi en vilja styrkja Pétur og fjölskyldu þá er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0142-15-382891  KT: 041074-3969

 

Á myndinni hér með fréttinni má sjá Pétur og konu hans, Margréti Þórarinsdóttir sem nutu hvers augnabliks í gær. Fleiri myndir frá kvöldinu birtast á Karfan.is seinna í dag.