Leikmaður Bandaríska landsliðsins, Paul George, þrátt fyrir sigur, var allt annað en sáttur með spilamennsku ástralska landsliðsins í gærkvöld. Í viðtali eftir leikinn í gær lét hann hafa það eftir sér að honum hefði fundist leikmenn liðsins spila "dirty" og að þeir hafi fengið að komast upp með alltof mikið, en í leiknum virtust leikmenn Ástralíu ekki ætla að gefa tommu eftir. Enn frekar sagðist hann hafa vitað það að þeir ættu eftir að gefa allt sitt í þetta og að þetta lið væri þekkt fyrir að spila á gráa svæðinu.

 

Þegar að aðstoðarþjálfari Ástralíu, fyrrum NBA meistarinn Luc Longley, var spurður út í málið svaraði hann því að segja mætti bandaríska liðinu að svona væri "international" körfubolti spilaður.

 

Í leiknum sjálfum lenti George saman við Matthew Dellavedova, en fyrr á árinu var hann valinn mest "dirty" leikmaður NBA deildarinnar. Á þessu móti virðist hann vera að gera eitthvað aðeins meira heldur en að pota á milli rifbeina andstæðingana, því hann er það sem af er annar á lista yfir hæsta meðalframlag í leik. Aðeins Litháinn Mantas Kalnietis er fyrir ofan hann á þeim lista.

 

Leikurinn var hin besta skemmtun. Í raun hálf óraunverulegt að horfa á eitthvað lið gefa hinu gífurlega hæfileikaríka liði Bandaríkjanna leik. Þeir voru í fyrsta skipti undir í hálfleik síðan 2004, en þá gerðist það hjá þeim í leik (sem þeir töpuðu) gegn Argentínu. Leikurinn var svo jafn og spennandi í seinni hálfleiknum, en á lokametrunum sigldu þeir þó 10 stiga (98-88) sigri í höfn.

 

Næst eiga Bandaríkin leiki á móti Serbíu á föstudaginn og Frakklandi á sunnudag áður en að 8 liða úrslitin hefjast.

 

Hér að neðan má sjá eina fullorðinslega villu úr leiknum frá leikmanni Ástralíu, Andrew Bogut: