Hér að neðan sjáum við ansi skemmtilegt myndbrot af Paul George, einni stjörnunni úr bandaríska landsliðinu í körfubolta. Það er frá leikhléi í viðureign frá því í gærkvöldi gegn Venusúela. Á öllu er að sjá að Paul George, sem leikur með liði Indiana Pacers í NBA deildinni, hafi gleymt því að hann væri að spila með landsliðinu í Ríó og að þar væri ekkert fólk í vinnu við að henda tómum vatnsmálum fyrir hann. 

 

 

George, sem annars átti frábæran leik fyrir liðið (20 stig, 4 fráköst) í 11369 sigri liðsins, bauð einnig upp á einhver fínheit inni á vellinum, eins og hægt er að sjá hér fyrir neðan.