Sex leikir fara fram í riðlakeppnum karla og kvenna í dag á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Herlegheitin hefjast núna kl. 12.15 að íslenskum tíma með kvennaviðureign Ástralíu og Frakklands. Karlamegin má gera ráð fyrir hörku viðureign þegar Spánn mætir heimamönnum í Brasilíu og Króatar leika gegn Manu Ginobili og félögum í Argentínu.

Kvennaleikir – ÍSL tími

12:15 Ástralía – Frakkland
15.30 Brasilía – Hvíta Rússland
17.45 Tyrkland – Japan

Karlaleikir – ÍSL tími

14.15 Spánn – Brasilía
19.00 Litháen – Nígería
10.30 Argentína – Króatía

Síða FIBA um Ólympíuleikana í körfubolta