Jón Arnór Stefánsson gæti leikið í Dominos deild karla á næsta tímabili en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

 

Í samtali við fréttastofu stöðvar 2 staðfesti Böðvar Guðjónsson varaformaður körfuknattleiksdeildar KR að félagið væri að gera allt til þess að landa landsliðsmanninum sterka.

 

Jón Arnór hefur verið atvinnumaður allan sinn feril utan ársins 2009 þegar hann kom heim og spilaði einmitt með KR. Hann hefur verið á samning í NBA deildinni hjá Dallas Mavericks auk þess að spila með sterkustu liðum í deildinni.

 

Greint er frá því í fréttunum að mál Jóns Arnórs gætu skýrst í vikunni en hann undirbýr sig nú fyrir undankeppni Eurobasket með landsliðinu.

 

 

Ljóst er að KR mun missa Micheal Craion til Frakklands og leitar félagið því að styrkingu. Jón Arnór myndi klárlega styrkja öll lið í deildinni og er líklegt að flest lið hafi haft samband við leikmanninn sem mun væntanlega gera upp hug sinn á næstu misserum.