Borgaryfirvöld í Los Angeles borg í Kaliforníuríki Bandaríkjanna hafa tileinkað 24. ágúst fyrrum leikmanni Lakers, Kobe Bryant, en í dagsetningunni sjálfri er að finna þau tvö númer sem að kappinn spilaði undir fyrir liðið á 20 ára feril sem að endaði nú í vor. Fyrstu 10 tímabil sín spilaði hann í treyju númer 8, áður en að hann skipti og var númer 24 síðustu 10 árin.

 

Að sögn borgarráðsmeðlimsins José Huizar var það öll borgin sem að naut góðs hæfileika kappans í þennan langa tíma og að dagurinn sé til þess gerður að þakka honum fyrir.

 

Á feril sínum kom Bryant með 5 titla til borgarinnar, sem og vann hann til fjölmargra verðlauna sem leikmaður ásamt því að setja hin og þessi met í NBA deildinni.