Og meira af styrktarkvöldi Péturs Péturssonar því líkt og komið hefur fram hér voru hinar ýmsu treyjur á uppboði þetta kvöldið en einnig var þarna forlátur Canon prentari sem var boðinn upp.  Prentarinn var út úr búð á heilar 17 þúsund krónur og sjálfur uppboðshaldarinn Gunnar Svanlaugsson sem fór á kostum byrjaði boðið í 15 þúsund krónum.  Hægt fór það af stað þetta uppboð en svo kom úr óvæntri átt boð uppá 30 þúsund krónur og var þar á ferðinni Jón Arnór Stefánsson sem svo að lokum hreppti hnossið.