Jón Arnór Stefánsson gerði tveggja ára samning við KR fyrr í dag og mun leika með liðinu í Dominos deild karla.

 

Hann fann fyrir létti með að hafa tekið þessa ákvörðun og var ánægður með hana. Jón Arnór hefur spilað lengi erlendis en kemur nú heim og er spenntur að leika í Dominos deildinni.

 

„Það má kalla KR fjölskylduna mína og ég er ótrúlega glaður.“ sagði Jón Arnór meðal annars við Karfan.is á blaðamannafundi í dag og má sjá viðtalið í heild hér að neðan:

 

 

Viðtal / Ólafur Þór Jónsson