Íslenska landsliðið hóf undankeppni evrópumóts landsliða með öruggum sigri á Sviss 72-88. Leikurinn er góð byrjun því framundan er erfið útileikja törn.

 

Íslenska liðið byrjaði frábærlega og ver með tögl og haldir allan fyrri hálfleikinn, staðan að honum loknum 47-29 Íslandi í vil. Logi Gunnarsson var frábær og hitti gríðarlega stórum skotum auk þess sem Hörður Axel og Martin voru í stórum hlutverkum.

 

Sviss gaf aðeins í er seinni hálfleikur hófst og tókst að minnka muninn minnst í átta stig í þriðja leikhluta. Sérstaklega tapur sóknarleikur Sviss og góð vörn Íslands kom muninum aftur nærri tuttugu stigum um miðbik fjórða leikhluta.

 

Liðin mætast aftur þann 10 september í Fribourg en næsti leikur Íslands er gegn Kýpur á útivelli næsta sunnudag. Ljóst er að sá leikurinn verður gríðarlega þýðingarmikill fyrir möguleika Íslands á þátttöku á Eurobasket að ári.

 

Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Karfan.is í kvöld.