Ingi Þór Steinþórsson þjálfari U18 landsliðs kvenna viðurkenndi vanmátt síns liðs gegn Bosníu er liðið tapaði í undanúrslitum með 20 stigum.

 

„Þær eru líkamlega sterkari og áttum engan séns þegar leið á leikinn. Frábær byrjun en svo bara höndluðum við ekki svæðisvörnina þeirra og þær fengu of margar einfaldar körfur.“ sagði Ingi.

Ingi var gríðarlega ánægður með mótið í heild en þetta er besti árangur kvennaliðs Ísland á evrópumóti.

 

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson