Ólympíuleikarnir í körfubolta hefjast á morgun og standa allt þangað til að úrslitaleikurinn verður spilaður þann 21. Liðunum 12 á mótinu er skipt upp í tvo riðla. Innan þeirra er leikið fyrst áður en að 4 lið úr hvorum riðli komast í 8 liða úrslit.

 

Riðill A:

Frakkland

Bandaríkin

Venusúela

Serbía

Kína

Ástralía

 

Riðill B:

Argentína

Spánn

Brasilía

Litháen

Króatía

Nígería 

 

Hérna er dagskrá riðlakeppninnar

 

Eins og svo oft (eða alltaf) áður eru það Bandaríkin sem eru sigurstranglegust. Eiginlega svo að fyrir mótið er næstum búið að taka gullverðlaunin frá fyrir þá. Síðan að þeir fóru að leyfa atvinnumönnum að fara fyrir sína hönd hefur þeim aðeins einu sinni mistekist að sigra, en það var árið 2004. Þá virðist hafa verið einhver vakning hjá þeim og hafa þeir síðan verið ógnarsterkir á mótinu. 

 

Það þýðir þó ekki að hin liðin hafi að engu að keppa. Einhver heiður fylgir því að komast í úrslitaleikinn og ná í 2. sætið, en á síðustu tveim leikum hefur það verið Spánn sem að hefur náð í hið fína silfur. Það sem að sá leikur snýst að mestu um er að sleppa við það að þurfa að mæta Bandaríkjunum fyrr en í úrslitum. Heppilegt fyrir Spán er að vera ekki með Bandaríkjunum í riðli, því gefið að þeir vinni sinn, þá þurfa þeir ekki að mæta þeim fyrr en í úrslitaleik.

 

Vissulega eru fleiri lið sem að gera tilkall til þess að fara (næstum) alla leið önnur en Spánn. Mætti þá helst kannski nefna Frakkland, Litháen og Ástralíu.

 

 

Hérna eru liðin tólf sem keppa á leikunum:

 

Argentína

Staða á heimslista: 4

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 4. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 1. sæti 2004

 

Þjálfari: 

Sergio Hernandez

 

Líklegt Byrjunarlið:

Marcos Delía – Obras Sanitaias

Luis Scola – Brooklyn Nets

Andrés Nocioni – Real Madrid

Manu Ginobili – San Antonio Spurs

Facundo Campazzo – CB Murcia

 

 

Ástralía

Staða á heimslista: 11

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 7. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 4. sæti 2000, 1996 og 1988

 

Þjálfari:

Andrej Lemanis

 

Líklegt Byrjunarlið:

Aron Baynes – Detroit Pistons

Andrew Bogut – Dallas Mavericks

Joe Ingles – Utah Jazz

Matthew Dellavedova – Milwaukee Bucks

Patty Mills – San Antonio Spurs

 

 

Brasilía

Staða á heimslista: 9

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 5. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 3. sæti 1964, 1960 og 1948

 

Þjálfari:

Rubén Magnano

 

Líklegt Byrjunarlið:

Cristiano Felício – Chicago Bulls

Nene – Houston Rockets

Leandro Barbosa – Phoenix Suns

Marcelinho Huertas – Los Angeles Lakers

Raul Neto – Utah Jazz

 

 

Kína

Staða á heimslista: 14

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 12.sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 8. sæti 2008, 2004 og 1996.

 

Þjálfari:

Gong Lumig

 

Líklegt Byrjunarlið:

Wang Zhelin – Memphis Grizzlies

Zhou Qi – Xinjiang Flying Tigers

Zhai Xiaochuan – Beijing Ducks

Zhou Peng – Guangdong Southern Tigers

Zhao Jiwei – Liaoning Flying Leopards

 

 

Króatía

Staða á heimslista: 12

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Komust ekki á leikana 2012 en voru í 6. sæti 2008.

Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 1992

 

Þjálfari:

Aleksandar Petrovic

 

Líklegt Byrjunarlið:

Miro Bilan – Cedevita

Dario Saric – Philadelphia 76ers

Mario Hezonja – Orlando Magic

Bojan Bogdanovic – Brooklyn Nets

Roko Ukic – Pallacanestro Cantu

 

 

Frakkland

 

Staða á heimslista: 5

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 6. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 2000 og 1948

 

Þjálfari:

Vincent Collet

 

Líklegt Byrjunarlið:

Rudy Gobert – Utah Jazz

Boris Diaw – Utah Jazz

Nicolas Batum – Charlotte Hornets

Nando De Colo – CSKA Moscow

Tony Parker – San Antonio Spurs

 

 

Litháen

Staða á heimslista: 3

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 8. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 3. sæti 2000, 1996 og 1992

 

Þjálfari:

Jonas Kazlauskas

 

Líklegt Byrjunarlið:

Jonas Valanciunas – Toronto Raptors

Paulius Jankunas – Zalgiris

Jonas Maciulis – Real Madrid

Renaldas Seibutis – Zalgiris

Mantas Kalnietis – Olimpia Milano

 

 

Nígería

Staða á heimslista: 25

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 10. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 10. sæti 2012

 

Þjálfari:

William Voigt

 

Líklegt Byrjunarlið:

Shane Lawal – FC Barcelona Lassa

Ike Diogu – Guangdong Southern Tigers

Al Farouq Aminu – Portland Trailblazers

Chamberlain Oguchi – Anwil Wloclawek

Ben Uzoh – Canton Charge

 

 

Serbía

Staða á heimslista: 6

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Komust ekki á leikana 2012 og 2008, voru í 11. sæti 2004

Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 1996

 

Þjálfari:

Aleksandar Dordevic

 

Líklegt Byrjunarlið:

Nikola Jokic – Denver Nuggets

Milan Macvan – Emporio Armani Milano

Nikola Kalinic – Fenerbahce

Bogdan Bogdanovic – Fenerbahce

Milos Tedosic – CSKA Moscow

 

 

Spánn

Staða á heimslista: 2

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 2. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 2. sæti 2012, 2008 og 1984

 

Þjálfari:

Sergio Scariolo

 

Líklegt Byrjunarlið:

Pau Gasol – San Antonio Spurs

Nikola Mirotic – Chicago Bulls

Rudy Fernandez – Real Madrid

Juan Carlos Navarro – FC Barcelona Lassa

Ricky Rubio – Minnesota Timberwolves

 

 

Bandaríkin

Staða á heimslista: 1

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: 1. sæti 2012

Besti árangur á Ólympíuleikum: 1. sæti 2012, 2008, 2000, 1996, 1992, 1984, 1976, 1968, 1964, 1960, 1956, 1952, 1948 og 1936.

 

Þjálfari:

Mike Krzyzewski

 

Líklegt Byrjunarlið:

Kyrie Irving – Cleveland Cavaliers

Klay Thompson – Golden State Warriors

Paul George – Indiana Pacers

Kevin Durant – Golden State Warriors

DeMarcus Cousins – Sacramento Kings

 

 

Venusúela

Staða á heimslista: 22

Árangur á síðustu Ólympíuleikum: Eru að taka þátt í annað skiptið þetta árið, en náðu 11. sæti 1992.

Besti árangur á Ólympíuleikum: 11. sæti 1992

 

Þjálfari:

Nestor Garcia

 

Líklegt Byrjunarlið: 

Gregory Echenique – Guaros de Lara

Nestor Colmenares – Guaros de Lara

John Cox – Bucaneros De La Guaira

Jose Vargas – Marinos De Anzoategui

Gregory Vargas – SLUC Nancy