Nú hefur það fengist staðfest að hátt í þrjár milljónir söfnuðust á styrktarkvöldi sem haldið var í gærkvöldi fyrir Pétur Pétursson osteopata sem glímir við krabbamein.  Stay´n Alive var yfirskrift kvöldsins og það er óhætt að segja að það var líf í fólki og allir samstilltir á að styrkja Pétur og fjölskyldu.  "Þetta heppnaðist alveg svakalega vel og ég er gríðarlega ánægður með kvöldið. Ég viðurkenni að ég hafði smá áhyggjur að það myndu ekki margir koma en það þekkja greinilega allir Pétur líkt og ég. En ég vill þakka öllum þeim sem gáfu vinnu sína þetta kvöld og gerðu þetta allt að veruleika. Dagskráin rúllaði þvílíkt flott og allir sáttir." sagði Ingi Þór Steinþórsson einn af forsprökkum kvöldsins í samtali við Karfan.is

 

"Mér sýnist þetta vera komið í einhverjar þrjár milljónir með öllu og það er enn að millja inn á reikninginn þannig að vonandi heldur þetta bara svona áfram á næstu dögum og vikum." bætti Ingi Þór við. 

 

 

Myndasafn frá kvöldinu má sjá á Facebook síðu okkar Karfan.is