Undir 16 ára lið stúlkna tapaði fyrr í dag fyrir liði Úkraínu með 36 stigum gegn 48. Liðið því búið að tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik mótsins.

 

Leikurinn í dag var jafn allt fram til hálfleiks. Eftir fyrsta leikhluta var Úkraína stigi yfir, 7-8, en í hálfleik var það íslenska komið með yfirhöndina, 21-20. Seinni hálfleikurinn var svo ekki jafn góður hjá Íslandi. Úkraína sigraði þriðja leikhlutann 8-15 og fjórða og síðasta leikhlutann 7-13. Fór svo að leikurinn endaði með 12 stiga sigri Úkraínu, 36-48.

 

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Viktoría Steinþórsdóttir, en hún skoraði 6 stig og gaf 3 stoðsendingar.

 

Stúlkurnar fá frídag á morgun áður en að þær spila svo við Kýpur á föstudaginn í úrslitum um sæti 17-23.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið