„Það var gott að leika gegn öðrum en sjálfum okkur til tilbreytingar,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari um æfingamótið í Austurríki. Ísland lék þrjá leiki ytra sem lið í undirbúningi sínum fyrir forkeppni EuroBasket 2017 og mátti fella sig við tap í öllum leikjunum.

„Okkur tókst að tryggja öllum leikmönnum góðan spilatíma og fundum nokkra veikleika sem og marga jákvæða hluti svo þetta var góð ferð í heildina.“

Aðspurður um þær breytingar sem orðið hafa á landsliðshópnum sagði Pedersen: „Auðvitað munum við sakna þeirrar reynslu sem Jakob, Helgi og Pavel búa yfir en yngri leikmennirnir eru að standa sig vel og falla inn í hópinn. Vonandi tekst okkur að finna okkar flæði á réttum tíma.“

Ísland hefur leik í forkeppni EuroBasket 2017 þann 31. ágúst næstkomandi með leik gegn Sviss í Laugardalshöll.