Boðað hefur verið til blaðamannafundar hjá körfuknattleiksdeild KR í dag en efni þess fundar var ekki staðfest af Böðvari Guðjónsson varaformanni deildarinnar. Líkum má þó leiða til þess að efni fundarins sé undirskrift og heimkoma okkar farsælasta körfuknattleiksmanns, Jóns Arnórs Stefánssonar.  Eins og greint var frá í gær staðfesti Jón Arnór í samtali við Karfan.is að hann hefði ákveðið að segja skilið við atvinnumannaferil sinn erlendis og spila heima í Dominosdeildinni. 

 

Jón lék síðast á Íslandi með liði KR tímabilið 2009-2010 og varð liðið þá meistari.