Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík til næstu tveggja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla Grindavíkurliðsins. Björn er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóhann Ólafsson með karlaliðið á síðasta tímabili.

 

Þá hefur María Ben Erlingsdóttir  skrifað undir tveggja ára samning eftir að hafa verið í pásu frá körfuknattleiksiðkun vegna barneigna.  María var með 12.4 stig og 5.2 fráköst að meðaltali tímabilið 2014-2015.

Þær Ingibjörg Jakobsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Hrund Skúladóttir og Jeanne Sicat hafa einnig framlengt við félagið en þær skrifuðu allar undir tveggja ára framlengingu nema Petrúnella sem framlengdi um eitt ár.