Undir 16 ára lið stúlkna tapaði í dag á Evrópumótinu fyrir liði Lúxemborg með 40 stigum gegn 61. Eftir stóran sigur á fyrsta degi mótsins gegn Albaníu, þá hafa þrjú töp komið í röð hjá liðinu gegn Grikklandi fyrst, svo Danmörku og nú síðast í dag gegn Lúxemborg.
Ísland fór ágætlega af stað í leik dagsins. Voru 3 stigum, 15-12 yfir eftir fyrsta leikhluta. Lúxemborg lagaði þá stöðuna í öðrum leikhlutanum. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland undir, 24-28. Í byrjun seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram frekar jafn, en fyrir lokaleikhlutann var munurinn aðeins 5 stig, 41-36. Í síðasta leikhlutanum tók Lúxemborg svo öll völd á vellinum. Vinna hann 4-20. Leikinn unnu þær þá að lokum nokkuð öruggt, 40-61.
Atkvæðamest fyrir íslenska liðið var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 18 stig og tók 18 fráköst í leiknum.
Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er gegn Úkraínu á morgun.