Lið Bandaríkjanna vann rétt í þessu gullið eftir 96-66 sigur í úrslitaleik gegn Serbíu á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru þriðju gullverðlaunin á Ólympúleikum hjá liðinu í röð, en það hefur ekki tapað leik síðan árið 2004. 

 

Leikurinn í kvöld virtist í byrjun ætla að verða spennandi. Eða, kannski frekar, þá var hann það í fyrsta leikhlutanum. Í honum komst Serbía í nokkur skipti yfir, þó svo að lokum hafi hann endað Bandaríkjunum í vil, 17-21. Það var svo um miðjan annan leikhlutann sem að Bandaríkin fóru fyrir alvöru að sýna klærnar. Með Kevin Durant fremstan fylkingar tóku þeir forystuna á mjög afgerandi hátt. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munur þeirra kominn í 23 stig, 52-29. Í byrjun seinni hálfleiksins héldu þeir svo þessari yfirspilun áfram, sigra 3. leikhlutann með 13 stigum og staðan því komin í 79-43 fyrir lokaleikhlutann. Því aðeins formsatriði fyrir bæði lið að klára leikinn, sem svo að lokum endaði með 30 stiga sigri Bandaríkjanna, 96-66.

 

Atkvæðamestur fyrir Bandaríkin í leiknum var áðurnefndur Kevin Durant, en hann skoraði 30 stig, tók 3 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum. 

 

Tölfræði leiks

 

Fyrr í dag léku Ástralía og Spánn einnig um þriðja sætið á mótinu. Hann var ögn meira spennandi en úrslitaleikurinn sjálfur. Í honum sigraði Spánn 89-88, en á lokasekúndunum nýtti leikmaður þeirra Sergio Rodriguez tvö (mjög svo umdeild) víti til þess að tryggja þeim sigurinn. Atkvæðamestur fyrir Spán í leiknum var Pau Gasol, en hann skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiks