Þegar 14 manna hópur A landsliðsins var tilkynntur á dögunum vakti það undrun margra að Ragnar Nathanelson hafi ekki komist í lokahópinn fyrir komandi verkefni. Þjálfarar liðsins hafa gefið góða útskýringu á því t.a.m. í viðtali á Vísir.is   Valið á liðinu líkast til aldrei verið erfiðara og margir hafa auðvitað skoðun á þessu líkt og venjulega.  Nat-Vélin eins og Ragnar er stundum nefndur er komin til Spánar þar sem hann mun eyða vetrinum og spila.  "Já auðvitað er maður svekktur. Við fórnum allir sumrinu í þetta og viljum allir komast í liðið. En það er tilganglaust að vera hengja sig á þessu, núna er ég að takast á við nýtt verkefni sem krefst allra minnar athygli og einbeitingu. Það verður svo verkefni næsta árs að sýna að ég eigi heima í þessu liði." sagði Ragnar og augljóslega engan bilbug á kappanum að finna þrátt fyrir vonbrigði. 

 

Ragnar var í lokahópnum sem spilaði í Berlín fyrir akkúrat ári síðan og stefndi að sjálfsögðu í það að vera með liðinu í þessu verkefni en hinsvegar líkt og Ragnar segir þá situr hann ekki auðum höndum heldur er hann mættur til Spánar til að gera sig að betri og sterkari leikmanni. "Ég hreinlega veit ekki hvað þeir vilji að ég bæti við minn leik en ég hef talað við þjálfarann hérna í Cáceres og ég hef fulla trú á að hann hjálpi mér að verða betri. Það sem skiptir hinsvegar öllu máli akkúrat núna er að íslenska landsliðið er að hefja leik í kvöld og ég styð liðið, þjálfara og alla sem þar við koma að fullum þunga. Gangi ykkur vel í kvöld strákar." sagði Ragnar að lokum.