Pétur Pétursson osteopati vildi koma fram eftirfarandi þakklætisvott fyrir hönd síns og fjölskyldu sinnar eftir vel heppnað styrktarkvöld á föstudaginn. Augljóslega hefur þetta kvöld ekki bara gefið vel fjárhagslega heldur hefur Pétur fundið fyrir þeim krafti og orku sem allir mættu með í TM-höllina. 

Kæru vinir

Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar allrar þakka ég ykkur öllum af heilum hug þann stuðning, kveðjur, styrk og hlý orð sem okkur hafa borist undanfarnar vikur. Upplifunin á föstudagskvöldið var einstök og orkan sem þar var að finna frá öllum þeim fjölda fólks sem mætti, var ótrúleg. Ykkur, sem gáfuð vinnu ykkar og tíma til að gera kvöldið að veruleika, þakka ég frá innstu hjartarótum. Að finna fyrir slíkum stuðningi og nærveru frá ykkur er ómetanlegt og á þeim mælikvarða að okkur setur hljóð.

Baráttan heldur áfram. Að vita af ykkur gefur okkur kraft til að berjast.. og sigra.

Ástarkveðjur,
Pétur Pétursson og fjölskylda