Silfurlið Hauka í Dominos deild karla hefur ráðið í stöðu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil í Dominos deildinni, en Aaron Brown hefur skrifað undir samning við liðið. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka

Á meðal þess sem kemur fram á heimasíðu Hauka er:

Aaron var með 10,4 stig, 3,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik síðasta vetur.  Hann er 6’5 (195 cm) að stærð og er gríðarlega líkamlega sterkur leikmaður. Hann á að geta leyst margar stöður í vetur. Aaron er forward (3-2)  og getur leyst margar stöður á vellinum og er ætlað að spila stöður 1-4 hjá Haukum í vetur.

Haukar ætla sér stóra hluti næsta tímabil og hefur liðið verið að taka stórstigum framförum á hverju ári, en á síðasta tímabili spilaði liðið til úrslita við lið KR og tapaði 3-1.
Lið Hauka hefur tekið smá breytingum fyrir komandi tímabil en Kári Jónsson er að fara til USA í skóla og mun spila með Drexel skólanum í Philadelphia og er hinn nýji kani fenginn til að leysa það stóra skarð sem Kári skilur eftir sig í liðinu.
Einnig mun Kristinn Marinósson yfirgefa liðið.

Haukar munu bæta við einum sterkum íslenskum leikmanni í viðbót við liðið og mun það verða tilkynnt fljótlega.  Kristján Leifur Sverrisson er einnig að ná sér af meiðslum, sem héldu honum frá parketinu allt síðasta tímabil en hann má byrja á fullu um miðjan ágúst og má búast við miklu af þessum stóra og sterka framherja.
Það er þvi ljóst að Haukaliðið mun verða sterkt í ár.