Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Kýpur nokkuð örugglega, 89-44, á Evrópumótinu í gær. Í leiknum voru liðin að spila upp á sæti 17-23 á mótinu. 

 

Úrslitin í leiknum virtist aldrei vera nein spurning. Íslensku stúlkurnar mættu rétt stemmdar til leiks. Unnu fyrsta leikhlutann 25-8. Héldu svo bara áfram að bæta við. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn kominn í 30 stig, 48-18. Í seinni hálfleiknum lagaði Kýpur stöðu sína lítillega, unnu 3. leikhlutann með 5 stigum, 20-25 (68-43). Meira var það þó ekki, í lokaleikhlutanum setti íslenska liðið svo aftur í þriðja gírinn og endaði leikinn á 21-1 áhlaupi (89-44). 

 

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

 

Stúlkurnar leika næst gegn Austurríki um sæti 17.-20. seinna í dag.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið