Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Austurríki fyrr í dag á Evrópumótinu í Rúmeníu, með 58 stigum gegn 46. Leikurinn var í umspili um sæti 17-20 og með sigrinum er því ljóst að Ísland mun leika um 17. sætið í lokaleik sínum á mótinu.

 

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleiknum, þó að Ísland væri skrefinu á undan. Eftir fyrsta leikhlutann voru þær 6 stigum yfir, 24-18. Í öðrum leikhlutanum var Austurríki svo ögn betra, sigruðu hann 10-14. Ísland fór þó með smá forystu inn í hálfleikinn, 2 stig, 34-32. Í seinni hálfleiknum hélt Ísland svo Austurríki í aðeins 14 stigum (7 stigum í 3. og 7 stigum í 4.) á meðan að þær sjálfar settu 24. Fór svo að þær fóru með 12 stiga sigur af hólmi, 58-46.

 

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og varði tvö skot.

 

Næst leikur Ísland hreinan úrslitaleik um 17. sætið gegn Bosníu og Hersegóvínu á morgun.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið