Samkvæmt heimildum eru forráðamenn meistara síðasta árs í NBA deildinni, Golden State Warriors, bókstaflega á eftir öllum lausum samningum þetta sumarið. Þrátt fyrir að hafa með þeim hóp sem þeir eru með í dag, skilað besta árangri á tímabili frá upphafi deildarinnar (73-9). Veikleikamerki þeirra í úrslitakeppninni (15-9) virðast hafa haft þau áhrif að þeir veigri sér ekki lengur við því að hrista upp í hópnum, jafnvel losa um einhverja leikmenn og ná í aðra í staðinn.

 

Þeir leikmenn (fyrir utan Kevin Durant) sem Warriors eru sagðir hafa augastað á þetta sumarið eru Nicolas Batum (Hornets), Al Horford (Hawks), Joakim Noah (Bulls), Hassan Whiteside (Heat) og Evan Turner (Celtics).

 

Líklegt þykir þá að Warriors semji ekki við einhvern þeirra leikmanna þeirra sem eru með lausan samning fyrir næsta tímabil, en það eru Leandro Barbosa, Harrison Barnes, Ian Clark, Festus Ezeli, James McAdoo, Brandon Rush, Maresse Speights og Anderson Varejao. Líklegastur af þessum leikmönnum, ef til breytinga kemur, til þess að fá ekki endurnýjun (með launahækkun) þykir lítill framherji þeirra, Harrison Barnes.