Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia áttu fá svör gegn meisturum Real Madrid í dag þegar liðin léku fyrsta leikinn í undanúrslitum í spænsku deildinni.  Risinn úr Madrid sendi skýr skilaboð inní þessa seríu að þeir ætla sér að verja titil sinn.  Lokastaða leiksins var 82:57 heimamenn í vil.  Sergio Llull ætlar að reynast þeim Valenciamönnum erfiður en í kvöld var hann stiga hæstur Real með 19 stig. Llull skoraði einmitt ótrúlega sigurkörfu í síðasta leik liðanna. 

 

Jón Arnór náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir leikmenn Valencia en stigahæstir í liðinu voru þrír leikmenn með 10 heil stig.  Jón spilaði 8 mínútur og skoraði ekki stig í leiknum.  Valencia hóf leikinn af krafti en fóru illa með annan leikhluta.  Það var svo fjórði leikhluti sem að heimamenn settu í fluggír og skoruðu 35 stig gegn 15 stig gestana og þetta þoldu Valenciamenn ekki.