Undir 15 ára lið Íslands hafa nú bæði lokið keppni á Copenhagen Invitational móti þessa árs. Eftir ágætis byrjunardag hjá báðum liðum, þrír sigrar og eitt tap, fylgdi ögn erfiðari dagur í gær þar sem að töpin voru þrjú og sigurinn aðeins einn. Á lokadeginum í dag léku liðin því um hvaða sæti þau væru í í mótinu. Stúlkurnar léku um 3. sætið gegn Danmörku á meðan að drengirnir spiluðu um það 7. gegn Niedersachen (þýskt félagslið sem var með á mótinu)

 

Leikur stúlknanna fór 82-30 fyrir þær dönsku og þurfti lið Íslands því að sætta sig við 4. sætið.

 

Eftir erfiða byrjun (voru 20 stigum undir eftir 4 mínútur) í leik drengjanna náðu þeir þó að vinna sig aftur inn í leikinn, en töpuðu þó 56-66 fyrir liði Niedersachen. Þurftu því að sætta sig við 8. sæti á mótinu.

 

Hérna eru frekari upplýsingar frá fyrsta degi mótsins.

 

Hérna eru frekari upplýsingar frá gærdeginum.

 

Hérna eru frekari upplýsingar um lokadag liðanna.

 

Hérna eru nokkrar myndir frá mótinu frá forráðamönnum og aðstandendum liðanna.