Íslensku U15 ára liðin eru þessa dagana á Copenhagen Invitational mótinu í Danmörku og er óhætt að segja að íslensku liðin fari vel af stað. Á heimasíðu KKÍ er greint ítarlega frá gangi mála.

Í frétt KKÍ segir m.a.

Stelpurnar byrjuðu daginn á að mæta Englendingum og var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur. Þær ensku skoruðu fyrstu körfuna en þá skoruðu íslensku stelpurnar 6 stig í röð og eftir fyrsta leikhluta var staðan 17-8 og ljóst í hvað stefndi, hálfleikstölur 36-14. Áfram héldu stelpurnar að auka forystuna og eftir þriðja leikhluta var staðan 54 -26 og lokatölur voru 70-36. Allar stelpurnar komust á blað í stigaskori og skiptist það þannig að Ólöf Rún Óladóttir skoraði 10, Sigurbjörg Eiríksdóttir 9, Sigrún Ólafsdóttir 9, Ásta Júlía Grímsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Hrefna Óttarsdóttir 6, Stefanía Óskarsdóttir 5, Jenný Lovísa Bendiktsdótti 4, Eygló Jónsdóttir 4, Alexandra Sverrisdóttir 3, Vigdís Þórhallsdóttir 2 og Fanndís Sverrisdóttir 2. 

 

Nánar um U15 ára liðin hér