Framherjinn Ragnar Gerald Albertson hefur ákveðið að snúa aftur til Hattar á Egilsstöðum. Eins og flestir vita féll Höttur úr úrvalsdeildinni nú í vor eftir eitt tímabil þar. Ragnar lék stórt hlutverk í að koma þeim þangað áður en hann fór svo aftur heim til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil. Á tímabilinu sem að þeir komust upp skoraði hann 12 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.