Undir 18 ára lið Íslands sigraði Finnland í lokaleik sínum á Norðurlandamóti þessa árs með 101 stigi gegn 72. Liðið er því Norðurlandameistari 2016.

 

Leikurinn var jafn og spennandi fyrstu mínúturnar. Þegar um fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan 10-8 fyrir Ísland. Finnland sigldi þá frammúr og var komið heilum 11 stigum yfir (tóku 10-0 áhlaup) á tímapunkti. Ísland svaraði því þó með stæl. Að fordæmi Þóris Þorbjarnasonar náði liðið að jafna leikinn aftur, 21-21, áður en að leikhlutinn endaði.

 

Í byrjun annars leikhlutans heldur þetta áhlaup Íslands svo bara áfram. Má segja að þarna hafi grunnurinn að sigrinum verið lagður. Í heildina endaði þessu sprettur í 27-6 fyrir Ísland. Þar sem að Þórir var hreint frábær. kominn með 15 stig á þessum fyrstu mínútum leiksins. Finnar náðu aðeins að svara þessu um miðjan leikhluta, staðan 37-27 og var þá spurning hvort þeir myndu ná að vinna sig aftur inn í leikinn. Adam Ásgeirsson hélt nú ekki, negldi niður tveimur þristum í jafnmörgum sóknum og kom stöðunni í 45-27. Þá eru 3 mínútur eftir af hálfleiknum. Finnar ná aftur aðeins að klóra í bakkann, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er staðan 49-35 fyrir Ísland.

 

Atkvæðamestur fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum var Sigurkarl Jóhannesson, en hann skoraði 10 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

 

Í seinni hálfleik gerði þjálfarinn tvær breytingar á byrjunarliði Íslands þar sem að þeir Sigurkarl Jóhannesson og Adam Ásgeirsson komu inn í byrjunarliðið fyrir Yngva Óskarsson og Ingva Guðmundsson. 

 

Finnar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Ísland. Íslensku strákarnir voru klaufar í kringum körfuna og uppskáru áhlaup frá Finnum í staðinn. Voru komnir með muninn niður í 8 stig eftir aðeins 2 mínútur seinni hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki það sem eftir lifði leiks. Ísland svaraði þessu áhlaupi Finna vel og var með þægilega 69-53 forystu fyrir lokaleikhlutann.

 

Í byrjun fjórða leikhlutans reka strákarnir svo smiðshöggið á hreint magnaða frammistöðu sína í dag. Byrja 4. leikhluta á 14-4 áhlaupi. Byggja svo enn frekar á og eru 28 stigum yfir þegar að tæpar 5 mínútur eru eftir af leiknum. Sigra leikinn svo að lokum með 29 stigum, 101-72.

 

 

 

Maður leiksins var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, en hann skoraði 33 stig (6/10 í þristum), tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim rúmu 32 mínútum sem hann spilaði.

 

Myndir

 

Tölfræði

 

Viðtöl: