Það verður seint sagt að spænski boltinn sé ekki spennandi en síðustu tveir leikir í úrslitakeppninni hafa ráðist á lokasekúndum leiksins í báðum einvígum í fjögurra liða úrslitum.  Valencia sigruðu Real Madrid eftir rafmagnaðan framlengdan leik þegar Guillem Vives setti niður síðustu tvö stig leiksins þegar 2 sekúndur voru eftir og það dugði til. 

 

Í hinu einvíginu áttu sér stað hreint út sagt ótrúlegar lokasekúndur í leik Laboral Kutxa og Barcelona. Sjáið hér að neðan.